Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

239 | Mannréttindastofnun Íslands

154. þing | 26.9.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 22 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að efla og vernda mannréttindi á Íslandi. 

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að koma á fót nýrri stofnun, sem heyri undir Alþingi, til að fara með verkefni sjálfstæðrar innlendrar mannréttindastofnunar sem uppfyllir Parísarviðmið Sameinuðu þjóðanna. Lagt er til að stofnunin hafi eftirlit með stöðu mannréttinda á Íslandi, veiti stjórnvöldum ráðgjöf og sinni rannsóknum og fræðslu á sviði mannréttinda.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna verða breytingar á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nr. 88/2011, lögum um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, upplýsingalögum, nr. 140/2012, og lögum um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014.

Kostnaður og tekjur: Verði frumvarpið samþykkt óbreytt mun útgjaldaaukning fyrir ríkissjóð verða um 43,9 milljónir kr. á ársgrundvelli þegar búið er að taka tillit til millifærslna á fjárheimildum. Þar að auki gæti tímabundin fjárveiting numið um 9 milljónum kr. vegna stofnkostnaðar.

Aðrar upplýsingar: Grænbók um mannréttindi -- stöðumat og valkostir. Forsætisráðuneytið, janúar 2023.


Tilmæli ráðherranefndar Evrópuráðsins til aðildarríkja um þróun og eflingu sjálfstæðra mannréttindastofnana (CM/Rec(2021)1). 


Mannréttindaskrifstofa Íslands.


Lög á Norðurlöndum og norrænar mannréttindastofnanir

Danmörk
Lov om Institut for Menneskerettigheder – Danmarks Nationale Menneskerettighedsinstitution LOV nr 553 af 18/06/2012.


Finnland
Lag om riksdagens justitieombudsman 14.3.2002/197.


Noregur
Lov om Norges institusjon for menneskerettigheter (NIM-loven) LOV-2015-05-22-33.


Svíþjóð
Lag om Institutet för mänskliga rättigheter (2021:642).

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi

Þingskjöl

Þingskjal 242 | 26.9.2023
Flutningsmenn: Katrín Jakobsdóttir
Þingskjal 1828 | 10.6.2024
Nefndarálit    
Þingskjal 1829 | 10.6.2024
Þingskjal 2001 | 21.6.2024
Þingskjal 2074 | 22.6.2024

Umsagnir