Ferill 239. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 2001 — 239. mál.
Frumvarp til laga
um Mannréttindastofnun Íslands.
(Eftir 2. umræðu, 21. júní.)
1. gr.
Mannréttindastofnun Íslands.
Mannréttindastofnun Íslands er sjálfstæð í störfum sínum og óháð fyrirmælum frá öðrum, þ.m.t. Alþingi.
2. gr.
Hlutverk.
Verkefni Mannréttindastofnunar Íslands eru m.a. eftirfarandi:
a. Vera opinberum aðilum og eftir atvikum einkaaðilum til ráðgjafar um eflingu og vernd mannréttinda.
b. Hafa eftirlit með framkvæmd laga og alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á sviði mannréttinda og eftir atvikum koma með ábendingar varðandi fullgildingu eða aðild að alþjóðlegum skuldbindingum sem eru til þess fallnar að tryggja mannréttindi.
c. Fjalla um ástand mannréttindamála í landinu, vekja athygli Alþingis og stjórnvalda á hugsanlegum mannréttindabrotum og koma með tillögur að úrbótum.
d. Eiga samstarf við innlendar, erlendar og alþjóðlegar stofnanir og samtök á sviði mannréttinda og stuðla að samhæfingu.
e. Skýrslugjöf til alþjóðlegra eftirlitsaðila á sviði mannréttinda.
f. Hvetja til, stuðla að og taka þátt í rannsóknum, fræðslu og opinberri umræðu um mannréttindi.
g. Veita einstaklingum sem til hennar leita leiðbeiningar, ráðgjöf og aðstoð á sviði mannréttinda, svo sem með því að leiðbeina um innlendar og alþjóðlegar kæruleiðir.
Mannréttindastofnun Íslands tekur ekki ákvarðanir í einstökum málum.
Mannréttindastofnun Íslands hefur eftirlit með framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, í samræmi við 2. mgr. 33. gr. samningsins.
Mannréttindastofnun Íslands sinnir réttindagæslu fyrir fatlað fólk, sbr. 9. gr.
3. gr.
Stjórn.
Ef stjórnarmaður andast eða verður af öðrum sökum ófær um að gegna starfi sínu skal Alþingi kjósa stjórnarmann að nýju. Sama hátt skal hafa á ef stjórnarmaður lætur af störfum að eigin ósk eða tveir þriðju hlutar þingmanna samþykkja að víkja honum úr stjórninni.
Þau sem eiga sæti í stjórn skulu hafa sérþekkingu á mismunandi fagsviðum sem tengjast starfsemi stofnunarinnar, þar á meðal a.m.k. þrír lögfræðingar með sérþekkingu á mannréttindum. Við kosningu skal þess gætt að hlutfall kvenna og karla sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Það kemur ekki í veg fyrir kosningu fólks með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá. Hlutfall kvenna skal þó aldrei vera minna en 40%. Ekki er heimilt að kjósa þingmenn eða ráðherra í stjórn. Engan má kjósa í stjórn oftar en þrisvar í röð. Við kosningu í stjórn skal tryggja að ekki séu fleiri en þrír nýir fulltrúar kjörnir á hverjum tíma.
Stjórn Mannréttindastofnunar Íslands skiptir með sér verkum og skal kjósa um það hver skuli vera formaður og varaformaður. Hlutverk stjórnar er að móta áherslur í starfi í samráði við framkvæmdastjóra og fylgjast með starfsemi og rekstri stofnunarinnar.
Forsætisnefnd Alþingis ákveður þóknun fyrir setu í stjórn Mannréttindastofnunar Íslands.
4. gr.
Framkvæmdastjóri.
Framkvæmdastjóri annast daglega starfsemi og rekstur Mannréttindastofnunar Íslands og kemur fram fyrir hennar hönd. Framkvæmdastjóri tekur ákvarðanir fyrir hönd stofnunarinnar en skal bera meiri háttar efnislegar eða stefnumótandi ákvarðanir undir stjórn.
Stjórn Mannréttindastofnunar Íslands ákveður laun og önnur starfskjör framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóra er óheimilt að hafa með höndum önnur launuð störf eða verkefni sem ekki samrýmast starfi hans.
Einungis er heimilt að víkja framkvæmdastjóra úr embætti ef hann er talinn hafa brotið alvarlega gegn starfsskyldum sínum og þurfa þá fjórir af fimm fulltrúum í stjórn að samþykkja það.
5. gr.
Starfsfólk.
Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins gilda um starfsfólk Mannréttindastofnunar Íslands. Forseti Alþingis gerir kjarasamninga við starfsmenn Mannréttindastofnunar Íslands, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna, nr. 94 /1986.
6. gr.
Ráðgjafarnefnd.
Stjórn Mannréttindastofnunar Íslands skal auglýsa opinberlega eftir fulltrúum í ráðgjafarnefndina. Fulltrúar eftirfarandi aðila skulu þó ávallt eiga sæti í nefndinni:
a. Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands.
b. Rauða krossins á Íslandi.
c. Íslandsdeildar Amnesty International.
d. Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.
e. Kvenréttindafélags Íslands.
f. Landssamtakanna Þroskahjálpar.
g. Samtakanna ´78.
h. ÖBÍ réttindasamtaka.
i. Geðhjálpar.
j. Umboðsmanns Alþingis.
Ráðgjafarnefnd styður Mannréttindastofnun Íslands í störfum sínum með ráðgjöf, upplýsingagjöf og umsögnum eftir því sem þörf krefur.
7. gr.
Upplýsingaöflun og eftirlit.
8. gr.
Skýrsla.
9. gr.
Réttindagæslumenn fatlaðs fólks.
Réttindagæslumenn skulu hafa þekkingu og reynslu af réttindum fatlaðs fólks. Leitast skal við að ráða réttindagæslumenn sem hafa menntun sem nýtist þeim í starfi. Réttindagæslumaður má ekki sinna störfum sem teljast ósamrýmanleg starfi réttindagæslumanns.
Ef um er að ræða fatlað barn skal réttindagæslumaður ávallt hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi í störfum sínum. Hann skal hlusta á skoðanir barnsins og taka réttmætt tillit til þeirra í samræmi við aldur og þroska barnsins.
Um hlutverk réttindagæslumanna fer samkvæmt lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk.
10. gr.
Þagnarskylda.
11. gr.
Gildistaka.
12. gr.
Breytingar á öðrum lögum.
1. Lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nr. 88/2011:
a. 2. gr. laganna orðast svo:
Ráðherra skal hafa yfirstjórn með réttindum fatlaðs fólks.
b. Orðin „skal hafa yfirumsjón með réttindum fatlaðs fólks og“ í 1. mgr. 3. gr. laganna falla brott.
c. A-liður 2. mgr. 3. gr. laganna fellur brott.
d. 1. mgr. 4. gr. laganna orðast svo:
Réttindagæslumenn fatlaðs fólks starfa innan Mannréttindastofnunar Íslands. Um ráðningu og hæfisskilyrði þeirra fer eftir lögum um Mannréttindastofnun Íslands.
e. 2.–4. mgr. 4. gr. laganna falla brott.
f. 1. mgr. 5. gr. laganna orðast svo:
Réttindagæslumenn skulu fylgjast með mannréttindum fatlaðs fólks og veita því viðeigandi stuðning við réttindagæslu hvers konar hvort sem það er varðandi þjónustu sem það á rétt á eða varðandi önnur réttindi.
g. Í stað orðanna „Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála“ í 3. mgr. 6. gr. laganna kemur: viðeigandi aðila.
h. 4. mgr. 6. gr. laganna fellur brott.
i. 1. mgr. 7. gr. laganna orðast svo:
Fatlaður einstaklingur sem á vegna fötlunar sinnar erfitt með að gæta hagsmuna sinna skal eiga rétt á persónulegum talsmanni. Fatlaður einstaklingur velur sér talsmann í samráði við sýslumann. Eftir atvikum skal hafa samráð við nánustu aðstandendur, svo sem ættingja, vini eða þjónustuveitendur, leiki vafi á vilja hins fatlaða einstaklings í þeim efnum. Hinn fatlaði einstaklingur og persónulegur talsmaður hans skulu undirrita samkomulag um aðstoðina sem mælir fyrir um heimildir talsmanns skv. 1. mgr. 9. gr. Samkomulagið skal ekki fara gegn lögum og/eða góðu siðferði. Geti hinn fatlaði einstaklingur ekki undirritað samkomulagið er heimilt að víkja frá skilyrði um undirritun en þá skal samkomulag gert að sýslumanni viðstöddum og eftir reglum sem nánar skal kveðið á um í reglugerð. Samkomulagið skal borið undir sýslumann til staðfestingar á vali á talsmanni og efni samkomulagsins. Sýslumaður skal varðveita samkomulagið.
j. 1. mgr. 8. gr. laganna orðast svo:
Sýslumaður skal hafa eftirlit með framkvæmd samkomulags milli fatlaðs einstaklings og persónulegs talsmanns og halda skrá um persónulega talsmenn.
k. 2. mgr. 8. gr. laganna orðast svo:
Hinn fatlaði einstaklingur getur hvenær sem er afturkallað umboð persónulegs talsmanns og skal sýslumaður aðstoða hann við það óski hann eftir því. Sýslumaður skal afturkalla umboð persónulegs talsmanns komi fram ósk þess efnis frá öðrum hvorum eða báðum aðilum samkomulagsins. Jafnframt getur sýslumaður afturkallað slíkt umboð ef beiðni berst þar um frá lögráðamanni. Sýslumaður getur einnig afturkallað umboð persónulegs talsmanns telji hann viðkomandi ekki gegna skyldum sínum gagnvart hinum fatlaða einstaklingi eða uppfylli hann ekki lengur skilyrði skv. 2. mgr. 7. gr.
l. Við 2. mgr. 9. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Ráðherra skal í reglugerð kveða á um skrá sem sýslumanni ber að halda um persónulega talsmenn og framkvæmd sýslumanns við staðfestingu samkomulags og eftirlit með samkomulaginu. Ráðherra er í reglugerð heimilt, að höfðu samráði við þann ráðherra sem fer með málefni sýslumanna, að ákveða að þau verkefni sem sýslumönnum eru falin í lögum þessum verði á hendi eins sýslumanns.
m. Í stað orðsins „réttindagæslumanni“ í 1. mgr. 16. gr. laganna kemur: þjónustuaðila.
n. Orðin „réttindagæslumanni á viðkomandi svæði og“ í 1. mgr. 18. gr. laganna falla brott.
o. 20. gr. laganna orðast svo:
Á persónulegum talsmönnum fatlaðs fólks hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Um þagnarskyldu réttindagæslumanna fatlaðs fólks gildir 10. gr. laga um Mannréttindastofnun Íslands.
2. Lög um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991:
a. Á eftir orðunum „umboðsmanns Alþingis“ í 2. málsl. 1. mgr. 8. tölul. 1. mgr. 13. gr. laganna kemur: ársskýrslu Mannréttindastofnunar Íslands.
b. Á eftir orðunum „umboðsmaður Alþingis“ í 2. málsl. 3. mgr. 19. gr. laganna kemur: stjórn eða framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Íslands.
c. Á eftir orðinu „ríkisendurskoðanda“ í 2. mgr. 91. gr. laganna kemur: Mannréttindastofnunar Íslands.
3. Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996: Á eftir orðinu „ríkisendurskoðandi“ í 1. tölul. 1. mgr. 22. gr. laganna kemur: framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Íslands.
4. Upplýsingalög, nr. 140/2012: Á eftir orðinu „Ríkisendurskoðunar“ í 2. málsl. 4. mgr. 2. gr. laganna kemur: Mannréttindastofnunar Íslands.
5. Lög um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014: Á eftir orðunum „umboðsmann Alþingis“ í 3. mgr. 14. gr. laganna kemur: Mannréttindastofnun Íslands.
Ákvæði til bráðabirgða.
I.
II.
III.