Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

597 | Íþrótta- og æskulýðsstarf (hlutverk samskiptaráðgjafa, öflun upplýsinga o.fl.)

153. þing | 16.1.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að skýra starf og hlutverk samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs og aðlaga það að því hvernig það hefur þróast frá því að samskiptaráðgjafi tók til starfa. Að tryggja fullnægjandi heimildir til vinnslu og miðlunar persónuupplýsinga.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs fái auknar heimildir til upplýsingaöflunar og vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga, sem tryggir betri ráðgjöf og stuðning við þolendur. Jafnframt eru lagðar til breytingar til að skýra hlutverk og starf ráðgjafans í lögunum.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Lög um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, nr. 45/2019.
Íþróttalög, nr. 64/1998.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Mennta- og menningarmál: Íþróttir og æskulýðsmál  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi

Þingskjöl

Þingskjal 931 | 16.1.2023
Flutningsmenn: Ásmundur Einar Daðason
Þingskjal 1986 | 6.6.2023
Þingskjal 2099 | 9.6.2023
Nefndarálit    
Þingskjal 2140 | 9.6.2023

Umsagnir