Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

543 | Fjölmiðlar (stuðningur við einkarekna fjölmiðla)

153. þing | 2.12.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 11 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að styðja með fyrirsjáanlegum hætti við einkarekna fjölmiðla.

Helstu breytingar og nýjungar: Frumvarpið miðar að því að framlengja gildistíma stuðnings við einkarekna fjölmiðla um tvö ár. Lagt er til að breyta skipan úthlutunarnefndar og að hægt verði að afla álits sérfróðra aðila. Þá er lagt til að aðrir opinberir styrkir sem umsækjandi hefur hlotið verði dregnir frá þeirri fjárhæð sem telst stuðningshæfur kostnaður.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um fjölmiðla, nr. 38/2011.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að árlegur kostnaður ríkissjóðs verði allt að 400 milljónir kr. frá 1. janúar 2023 en fjárhæð miðast við fjárlög hvers árs.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum. Staðbundnir fjölmiðlar utan höfuðborgarsvæðisins fá sérstakt 20% landsbyggðarálag ofan á þann styrk sem þeir annars fengju úthlutað. Staðbundnir prentmiðlar, óháð staðsetningu, þurfa nú aðeins að koma út 12 sinnum á ári í stað 20 til að vera styrkhæfir.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Mennta- og menningarmál: Menningarmál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 685 | 2.12.2022
Flutningsmenn: Lilja Alfreðsdóttir
Þingskjal 1899 | 30.5.2023
Nefndarálit    
Þingskjal 1900 | 30.5.2023
Þingskjal 1902 | 31.5.2023
Nefndarálit    
Þingskjal 1903 | 31.5.2023
Nefndarálit    
Þingskjal 1970 | 5.6.2023
Þingskjal 2052 | 8.6.2023

Umsagnir