Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að tryggja að lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana séu í samræmi við rétta innleiðingu á Evróputilskipun um mat á umhverfisáhrifum. Að tilgreina nauðsynleg skilyrði fyrir veitingu bráðabirgðaheimilda í lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að útfæra nánar skilyrði fyrir veitingu undanþágu frá starfsleyfi á grundvelli laganna með hliðsjón af athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Í tilvikum þar sem starfs- eða rekstrarleyfi hefur verið fellt brott vegna annmarka á umhverfismati yrði bráðabirgðaleyfi aðeins veitt ef nauðsynlegar lagfæringar á umhverfismati eru gerðar til að uppfylla lagakröfur. Evrópudómstóllinn hefur áréttað að heimild til tímabundinna ráðstafana til að bæta úr göllum á umhverfismati geti aðeins átt við í sérstökum undantekningartilvikum. Með frumvarpinu er lögð til breyting á orðalagi lagaákvæða til að taka af allan vafa um að um sérstök undantekningartilvik sé að ræða.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Bráðabirgðaniðurstaða ESA í máli vegna kvörtunar sem hafði verið beint til ESA vegna veitingar rekstrarleyfa til bráðabirgða og veitingar tímabundinna undanþága frá starfsleyfi til reksturs fiskeldisstöðva (14. apríl 2020).
Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt nær óbreytt.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit | Atvinnuvegir: Landbúnaður | Umhverfismál: Mengun