Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 10 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið
Markmið: Að leggja niður óbyggðanefnd og breyta ýmsum ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta nr. 58/1998, með tilliti til reynslu af framkvæmd laganna og væntanlegra breytinga á eignarhaldi landsvæða.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998.
Kostnaður og tekjur: Starfslok óbyggðanefndar munu spara ríkissjóði fjármuni sem hingað til hafa runnið til nefndarinnar. Aukið leyfisveitingarhlutverk forsætisráðherra mun líklega auka tekjur ríkissjóðs þar sem gjald verður tekið fyrir leyfisveitinguna.
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum.
Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Umhverfismál: Orkumál og auðlindir | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd