Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

449 | Almennar sanngirnisbætur

154. þing | 31.10.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 11 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AM | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (29.11.2023)

Samantekt

Markmið:

Að einstaklingar, sem telja sig hafa orðið fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum, geti sótt um að fá bætur og þar með viðurkenningu á misgjörðunum. 

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að sett verði umgjörð um greiðslu bóta til einstaklinga sem hafa orðið fyrir illri meðferð eða ofbeldi vegna háttsemi opinberra aðila eða einkaaðila sem valdið hefur þeim varanlegum skaða sem ekki fæst bættur á annan hátt.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.

Kostnaður og tekjur: Verði frumvarpið samþykkt óbreytt mun kostnaður ríkissjóðs vegna greiðslu sanngirnisbóta aukast en enn er ekki hægt að leggja mat á umfang þess kostnaðar. Þó má búast við að ekki verði í sama mæli þörf á stórum, tímafrekum og fjárhagslega dýrum rannsóknum varðandi tiltekna hópa og að þar með verði kostnaður í lágmarki.

Aðrar upplýsingar: Noregur

Lov om erstatning fra staten til voldsutsatte (voldserstatningsloven) LOV-2022-06-17-57.

Kontoret for voldsoffererstatning. Norsk ríkisstofnun sem tekur við umsóknum frá einstaklingum um bætur fyrir tjón eða óhagræði sem þeir hafa orðið fyrir og sem ekki er hægt að fá bætt á annan hátt.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál

Þingskjöl

Þingskjal 481 | 31.10.2023
Flutningsmenn: Katrín Jakobsdóttir

Umsagnir