Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

987 | Heilbrigðisstarfsmenn (hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins)

153. þing | 3.4.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að stuðla að betri mönnun í heilbrigðisþjónustunni og þar með meiri gæðum hennar og auknu öryggi sjúklinga. 

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til, þrátt fyrir 70 ára reglu í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, að frá 1. janúar 2024 til 31. desember 2028 verði unnt að ráða heilbrigðisstarfsfólk, sem er 70 ára eða eldra, til starfa við heilbrigðisþjónustu hjá hinu opinbera fram að 75 ára aldri.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál  |  Mennta- og menningarmál: Menntamál

Þingskjöl

Þingskjal 1535 | 3.4.2023
Flutningsmenn: Willum Þór Þórsson
Þingskjal 1872 | 30.5.2023
Nefndarálit    
Þingskjal 1915 | 1.6.2023
Nefndarálit    
Þingskjal 1921 | 1.6.2023
Nefndarálit    
Þingskjal 2131 | 9.6.2023

Umsagnir

Velferðarnefnd | 4.5.2023
BSRB (umsögn)
Velferðarnefnd | 8.5.2023