Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 8 | Staða: Lokið
Markmið: Að bæta afkomu ríkissjóðs, draga úr þenslu og ná niður verðbólguvæntingum. Að stuðla að stöðugu verðlagi og því að árleg verðbólga verði að jafnaði sem næst 2,5%.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að ríkisskattstjóra verði veitt aukin úrræði í þeim tilgangi að bæta skil og eftirlit með þeim sem skráðir eru á virðisaukaskattsskrá. Einnig er lagt til að endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts af vinnu manna við nýbyggingu, endurbætur og viðhald íbúðarhúsnæðis verði lækkað úr 60% í 35%. Þá er lagt til að heimildir til skattfrjálsrar ráðstöfunar og úttektar viðbótarlífeyrissparnaðar í tengslum við að afla íbúðarhúsnæðis til eigin nota, sem að óbreyttu falla úr gildi 30. júní 2023, verði framlengdar um eitt og hálft ár, eða til og með 31. desember 2024.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um virðisaukaskatt, nr. 50/1988.
Kostnaður og tekjur: Verði breytingar á eftirlitsheimildum ríkisskattstjóra samþykktar má gera ráð fyrir að áhrif þess verði jákvæð fyrir tekjur ríkissjóðs. Innleiðing breytinga á eftirlitsstarfsemi ríkisskattstjóra gæti mögulega haft tímabundin útgjöld í för með sér fyrir ríkisskattstjóra en gert er ráð fyrir að þau verði minni háttar og rúmist innan gildandi fjárheimilda.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Efnahagsmál | Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Hagstjórn: Skattar og tollar | Atvinnuvegir: Viðskipti