Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið
Markmið: Að gera lögin aðgengilegri, einfaldari og skýrari yfirlestrar.
Helstu breytingar og nýjungar: Lögð er til breytt röðun á köflum og ákvæðum laga um almannatryggingar. Endurröðunin felur m.a. í sér að sumum ákvæðum laganna er skipt upp í nokkur smærri ákvæði, kaflar eru færðir til, nýjum köflum er bætt við og öðrum er skipt upp. Þannig verði ákvæði um ellilífeyri í einum kafla og ákvæði um örorkulífeyri og tengdar greiðslur í öðrum kafla. Jafnframt eru lagðar til nokkrar efnislegar breytingar á lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð sem aðallega varða réttindaávinnslu og ákvörðun réttinda umsækjenda um örorku- og endurhæfingarlífeyri á grundvelli tryggingatímabila og ætlaðra tímabila til framtíðar.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um almannatryggingar, nr. 100/2007.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á útgjöld ríkissjóðs að því undanskildu að gert er ráð fyrir að ákvæði sem styður við framkvæmd um að fylgja gagnkvæmum milliríkjasamningum varðandi meðhöndlun tekna geti aukið útgjöld um allt að einn milljarð kr.
Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Almannatryggingar | Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál