Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 40 | Þingskjöl: 16 | Staða: Lokið
Markmið: Að breyta ýmsum lögum sem tengjast tekju- eða gjaldahlið ríkissjóðs í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2023.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að krónutöluskattar (kolefnisgjald, olíugjald, almennt og sérstakt kílómetragjald, almennt og sérstakt bensíngjald, bifreiðagjald og gjald á áfengi og tóbak) hækki um 7,7%. Sama gildir um gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra, sérstakt gjald til Ríkisútvarpsins og gjöld sem kveðið er á um í lögum um aukatekjur ríkissjóðs. Þá er lagt til að dregið verði úr afslætti áfengisgjalds og tóbaksgjalds sem lagt er á í tollfrjálsum verslunum. Gert er ráð fyrir að sérstakt 5% vörugjald verði lagt á öll ný ökutæki með skráða losun koltvísýrings sem ekki eru sérstaklega tilgreind í tiltekna undirflokka. Þá er lagt til að sérstakt 5% vörugjald skuli lagt á allar nýjar fólksbifreiðar sem knúnar eru vetni eða rafhreyfli að öllu leyti. Þá er stefnt að tvöföldun á lágmarksfjárhæð bifreiðagjalds. Gera á breytingar á eftirlitsgjaldi til að standa undir áætluðum kostnaði við rekstur Fjármálaeftirlits og skilavalds innan Seðlabanka Íslands. Flestar aðrar breytingar tengjast framlengingu bráðabirgðaákvæða.
Breytingar á lögum og tengd mál: Alls er verið að breyta 24 lögum.
Kostnaður og tekjur:
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Efnahagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Hagstjórn: Skattar og tollar