Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

2 | Breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023

153. þing | 13.9.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 40 | Þingskjöl: 16 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að breyta ýmsum lögum sem tengjast tekju- eða gjaldahlið ríkissjóðs í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2023.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að krónutöluskattar (kolefnisgjald, olíugjald, almennt og sérstakt kílómetragjald, almennt og sérstakt bensíngjald, bifreiðagjald og gjald á áfengi og tóbak) hækki um 7,7%. Sama gildir um gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra, sérstakt gjald til Ríkisútvarpsins og gjöld sem kveðið er á um í lögum um aukatekjur ríkissjóðs. Þá er lagt til að dregið verði úr afslætti áfengisgjalds og tóbaksgjalds sem lagt er á í tollfrjálsum verslunum. Gert er ráð fyrir að sérstakt 5% vörugjald verði lagt á öll ný ökutæki með skráða losun koltvísýrings sem ekki eru sérstaklega tilgreind í tiltekna undirflokka. Þá er lagt til að sérstakt 5% vörugjald skuli lagt á allar nýjar fólksbifreiðar sem knúnar eru vetni eða rafhreyfli að öllu leyti. Þá er stefnt að tvöföldun á lágmarksfjárhæð bifreiðagjalds. Gera á breytingar á eftirlitsgjaldi til að standa undir áætluðum kostnaði við rekstur Fjármálaeftirlits og skilavalds innan Seðlabanka Íslands. Flestar aðrar breytingar tengjast framlengingu bráðabirgðaákvæða.

Breytingar á lögum og tengd mál: Alls er verið að breyta 24 lögum.

Kostnaður og tekjur:

Gjöld
Tillaga í frumvarpinu um óbreyttar viðmiðanir vaxtabótakerfisins leiðir til þess að útgjöld vegna vaxtabóta nema 1,9 milljörðum króna á árinu 2023. Gert er ráð fyrir að hlutur ofanflóðasjóðs við gerð hættumats verði 140 milljónir kr.

Tekjur
Verðlagsuppfærsla krónutölugjalda mun auka tekjur ríkissjóðs um 5,3 milljarða kr. Hækkun útvarpsgjalds og gjalds í Framkvæmdasjóð aldraðra nemur samtals um 600 milljónum kr. Hækkanir á gjöldum sem falla undir lög um aukatekjur ríkissjóðs nema samtals um 500 milljónum kr. Áætlað er að breytingar á álagningu vörugjalda á ökutæki skili ríkissjóði 2,7 milljörðum kr. og að tvöföldun á lágmarki bifreiðagjalds 2,2 milljörðum kr. Gert er ráð fyrir að minni afsláttur af áfengi og tóbaki í tollfrjálsri verslun leiði til 700 milljóna kr. tekjuauka fyrir ríkissjóð. Áætlað er að breytingar á verðmætagjaldi vegna sjókvíaeldis skili ríkissjóði um 500 milljónum kr.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Efnahagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Hagstjórn: Skattar og tollar

Þingskjöl

Þingskjal 2 | 13.9.2022
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 146 | 19.9.2022
Flutningsmenn: Jóhann Páll Jóhannsson
Þingskjal 644 | 29.11.2022
Flutningsmenn: Óli Björn Kárason
Þingskjal 786 | 12.12.2022
Nefndarálit    
Þingskjal 787 | 12.12.2022
Þingskjal 790 | 12.12.2022
Nefndarálit    
Þingskjal 794 | 13.12.2022
Nefndarálit    
Þingskjal 795 | 13.12.2022
Þingskjal 796 | 13.12.2022
Þingskjal 798 | 13.12.2022
Nefndarálit    
Þingskjal 839 | 15.12.2022
Þingskjal 879 | 16.12.2022
Nefndarálit    
Þingskjal 880 | 16.12.2022
Þingskjal 898 | 16.12.2022

Umsagnir

BSRB (umsögn)
Isavia ohf. (umsögn)
Skatturinn (umsögn)
UMFÍ (umsögn)
Vantrú (umsögn)