Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
152. þing
| 20.5.2022
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Samþykkt
Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að efla alþjóðlega samkeppnishæfni núverandi endurgreiðslukerfis með því að stuðla að því að fleiri stór verkefni verði unnin á Íslandi.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að hlutfall endurgreidds framleiðslukostnaðar fyrir afmörkuð stærri verkefni í kvikmyndagerð á Íslandi sé 35% en fyrir önnur verkefni sem uppfylla skilyrði laganna sé hlutfallið áfram 25% eins og verið hefur.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, nr. 43/1999.
Kostnaður og tekjur:
Afgreiðsla: Samþykkt með þeim breytingum að skilyrði til að eiga rétt á 35% endurgreiðsluhlutfalli voru hert.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Mennta- og menningarmál: Menningarmál | Hagstjórn: Skattar og tollar | Atvinnuvegir: Viðskipti