Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

691 | Bann við leit, rannsóknum og vinnslu kolvetnis í efnahagslögsögunni (bann við olíuleit)

152. þing | 23.5.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 1 | Staða: Dreift

Samantekt

Markmið: Að mæla fyrir um bann við leit, rannsóknum og vinnslu kolvetnis. 

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að bannað verði að veita leyfi til leitar, rannsókna og vinnslu kolvetnis (olíu) í efnahagslögsögu Íslands.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, nr. 73/1990.

Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998.
Lög um brunavarnir, nr. 75/2000.
Lög um mannvirki, nr. 160/2010.
Lög um varnir gegn mengun hafs og stranda, nr. 33/2004.

Við gildistöku laganna falla úr gildi lög um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, nr. 13/2001, lög um skattlagningu á kolvetnisvinnslu, nr. 109/2011, og lög um stofnun hlutafélags um þátttöku íslenska ríkisins í kolvetnisstarfsemi, nr. 6/2015.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Ekki var mælt fyrir frumvarpinu.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Umhverfismál: Mengun  |  Umhverfismál: Orkumál og auðlindir

Þingskjöl

Þingskjal 1034 | 23.5.2022