Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
152. þing
| 23.5.2022
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Samþykkt
Umsagnir: 21 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið
Markmið: Að stuðla að samræmingu lífeyrisréttinda milli einstakra hópa starfsmanna á vinnumarkaði, einkum milli almenna vinnumarkaðarins og opinberra starfsmanna.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að lögfest verði að lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs verði a.m.k. 15,5% af iðgjaldsstofni í stað 12% og lágmarkstryggingavernd hækki úr 1,4% í 1,8% af iðgjaldsstofni á ári. Þá er lagt til að mælt verði fyrir í lögum um svokallaða tilgreinda séreign, sem geti numið allt að 3,5%, sem verði þó hluti lágmarkstryggingaverndar. Enn fremur er lagt til að þegar svo á við verði sjóðfélögum heimiluð skattfrjáls ráðstöfun tilgreindrar séreignar til kaupa á fyrsta íbúðarhúsnæði, til viðbótar við gildandi úrræði um ráðstöfun séreignarsparnaðar.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997.
Kostnaður og tekjur: Áhrif breytinganna sem lagðar eru til í frumvarpinu á ríkissjóð eru margþætt og vísast nánar til þeirra í greinargerð frumvarpsins.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingu.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Almannatryggingar | Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Skattar og tollar