Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
152. þing
| 16.5.2022
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Samþykkt
Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið
Markmið: Að styðja við starfsemi björgunarsveita með því að endurgreiða þeim virðisaukaskatt vegna vinnu við að sérútbúa ökutæki þeirra. Að fjölga rafmagnsbílum í umferð sem styður við loftlagsmarkmið stjórnvalda og orkuskipti stjórnvalda í samgöngum.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að breyta lagaákvæði um heimild til endurgreiðslu virðisaukaskatts til björgunarsveita þannig að sérstaklega verði tekið fram að heimilt sé að endurgreiða virðisaukaskatt af vinnu við að sérútbúa ökutæki björgunarsveita til björgunarstarfa. Þá er lögð til breyting á bráðabirgðaákvæði þess efnis að auka fjöldatakmörkun rafmagnsbíla sem hlotið geta ívilnun frá virðisaukaskatti úr 15.000 bifreiðum í 20.000. Samhliða eru lögð til ný fjárhæðarmörk ívilnunar sem taki gildi 1. janúar 2023. Að endingu er lögð til breyting á bráðabirgðaákvæði að því er varðar endursölu notaðra vistvænna bifreiða þannig að kveðið sé skýrt á um hver skilyrði hennar skuli vera.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um virðisaukaskatt, nr. 50/1988.
Kostnaður og tekjur:
Afgreiðsla: Samþykkt með þeirri breytingu að skráningarskylda léttra bifhjóla í flokki I í ökutækjaskrá var afnumin og að skráningarskyldan verður eingöngu miðuð við létt bifhjól í flokki II. Með því verður heimilt að fella niður virðisaukaskatt af léttum bifhjólum að hámarki 96 þúsund kr.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Umhverfismál: Orkumál og auðlindir | Samgöngumál: Samgöngur | Hagstjórn: Skattar og tollar | Atvinnuvegir: Viðskipti