Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

599 | Heimild Reykjavíkurborgar til að skipa nefnd til að kanna starfsemi vöggustofa

152. þing | 1.4.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að gera Reykjavíkurborg kleift að fá greinargóða lýsingu á starfsemi vöggustofa, staðreyna eins og kostur er hvort og þá í hvaða mæli börn sem vistuð voru á vöggustofum hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi meðan á dvölinni stóð og loks að fyrir liggi tillögur um frekari viðbrögð ef ástæða þykir til.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að veitt verði lagaheimild fyrir Reykjavíkurborg til að setja á fót nefnd til að kanna starfsemi vöggustofa fyrir börn sem barnaverndarnefnd Reykjavíkur rak á síðustu öld. Mælt er fyrir um hvert markmið slíkrar könnunar sé og hvernig nefndin hagi störfum sínum, þ.á.m. um aðgang að gögnum í vörslu stjórnvalda sem varða starfsemi vöggustofanna, skýrslutökur fyrir nefndinni og aðra upplýsingaöflun hennar. Þá er mælt fyrir um að upplýsingalög gildi ekki um starfsemi slíkrar nefndar.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Fréttir á RÚV.is um vöggustofumálið.

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál

Þingskjöl

Þingskjal 841 | 1.4.2022
Flutningsmenn: Katrín Jakobsdóttir
Þingskjal 1088 | 30.5.2022
Þingskjal 1148 | 2.6.2022
Þingskjal 1198 | 9.6.2022

Umsagnir