Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

596 | Áfengislög (sala á framleiðslustað)

152. þing | 1.4.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 20 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að styðja við áframhaldandi vöxt og þróun á rekstrarumhverfi smærri brugghúsa á Íslandi.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að smærri áfengisframleiðendum verði gert kleift að selja áfengt öl í smásölu á framleiðslustað að tilteknum skilyrðum uppfylltum.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Áfengislög, nr. 75/1998.
Lög um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86/2011.
Lög um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991.

Kostnaður og tekjur: Ekki hefur farið fram mat á því hver áhrif frumvarpsins kunni að verða á áfengissölu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins verði það að lögum.

Aðrar upplýsingar:

Löggjöf á Norðurlöndum

Finnland
Alkohollag 28.12.2017/1102.
Sjá einkum 17. gr.

Noregur
Lov om omsetning av alkoholholdig drikk m.v. (alkoholloven) LOV-1989-06-02-27.
Sjá einkum III. hluta, 3. kf.

Afgreiðsla: Samþykkt með þeirri breytingu helstri að heimilað var að selja allar tegundir áfengis á framleiðslustað, að því gefnu að heildarframleiðsla leyfishafans sé undir tilteknu hámarki. Í tilviki áfengis sem er að rúmmáli meira en 12% af hreinum vínanda var heildarframleiðsla leyfishafa takmörkuð við 100.000 lítra á ári.

Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta  |  Atvinnuvegir: Iðnaður  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 838 | 1.4.2022
Flutningsmenn: Jón Gunnarsson
Þingskjal 1338 | 15.6.2022
Þingskjal 1345 | 15.6.2022
Flutningsmenn: Bryndís Haraldsdóttir
Þingskjal 1399 | 15.6.2022

Umsagnir