Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

595 | Útlendingar (alþjóðleg vernd)

152. þing | 4.4.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 11 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AM | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (31.5.2022)

Samantekt

Markmið: Að auka skilvirkni málsmeðferðartíma útlendingamála, sporna við misnotkun verndarkerfisins, skerpa á heimildum til skerðingar og niðurfellingar þjónustu og tryggja framkvæmd ákvarðana um frávísun og brottvísun.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagðar eru til breytingar til að mæta þeim annmörkum sem hafa komið í ljós við beitingu ákvæða laga um útlendinga varðandi alþjóðlega vernd. Er ætlunin að gera framkvæmd þessara ákvæða skýrari og fyrirsjáanlegri og auka skilvirkni og mannúð við meðferð slíkra mála.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Lög um útlendinga, nr. 80/2016.
Lög um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002.
Lögreglulög, nr. 90/1996.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Löggjöf á Norðurlöndum


Danmörk
Bekendtgørelse af udlændingeloven LBK nr 1205 af 25/08/2022.

Finnland
Utlänningslag 30.4.2004/301.
Lag om mottagande av personer som söker internationellt skydd och om identifiering av och hjälp till offer för människohandel 17.6.2011/746.

Noregur
Lov om utlendingers adgang til riket og deres opphold her (utlendingsloven) LOV-2008-05-15-35.

Svíþjóð
Utlänningslag (2005:716).
Lag om mottagande av asylsökande m.fl. (1994:137).

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit

Þingskjöl

Þingskjal 837 | 4.4.2022
Flutningsmenn: Jón Gunnarsson

Umsagnir