Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

594 | Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka (sýndareignir o.fl.)

152. þing | 1.4.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að styrkja varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagðar eru til breytingar á ákvæðum laganna um sýndarfé. Þá eru lagðar til afmarkaðar breytingar á nokkrum ákvæðum laganna með hliðsjón af þeirri reynslu sem orðin er af framkvæmd þeirra. Jafnframt eru lagðar til breytingar til að bregðast við athugasemdum sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gerði í kjölfar úttektar sinnar á innleiðingu fjórðu peningaþvættistilskipunarinnar (2015/849/EB) hér á landi. Loks eru lagðar til breytingar á tilteknum ákvæðum í viðurlagakafla laganna.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849 frá 20. maí 2015 um ráðstafanir gegn því að fjármálakerfið sé notað til peningaþvættis eða til fjármögnunar hryðjuverka, um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins ESB nr. 648/2012, og um niðurfellingu á tilskipun Evrópuþingsins 2005/60/EB og tilskipun ráðsins og framkvæmdastjórnarinnar 2006/70/EB (fjórða peningaþvættistilskipunin).

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Efnahagsmál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 836 | 1.4.2022
Flutningsmenn: Jón Gunnarsson
Þingskjal 1316 | 15.6.2022
Þingskjal 1393 | 15.6.2022

Umsagnir