Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

593 | Sorgarleyfi

152. þing | 1.4.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að tryggja foreldrum svigrúm til sorgarúrvinnslu í kjölfar barnsmissis og eftir atvikum til að styðja við eftirlifandi systkin við að aðlagast breyttum aðstæðum. Að auka líkur á að foreldrar geti átt farsæla endurkomu á vinnumarkað og geti tekið virkan þátt í samfélaginu að nýju í kjölfar barnsmissis.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að foreldrum verði tryggt svonefnt sorgarleyfi í allt að sex mánuði sem og greiðslur til að koma til móts við tekjutap á umræddu tímabili í tengslum við fjarveru frá vinnumarkaði í kjölfar barnsmissis. Jafnframt er lagt til að tryggja foreldrum utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfshlutfalli, þ.á.m. námsmönnum, sorgarstyrk verði þeir fyrir barnsmissi. Þá er gert ráð fyrir að réttur foreldra til leyfis frá störfum í þrjá mánuði í kjölfar andvanafæðingar eftir 22 vikna meðgöngu og í tvo mánuði vegna fósturláts eftir 18 vikna meðgöngu samkvæmt lögum um fæðingar- og foreldraorlof verði áfram tryggður í frumvarpinu sem og greiðslur til að koma til móts við tekjutap á umræddu tímabili.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku þeirra verða breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 144/2020, og lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, nr. 22/2006.

Kostnaður og tekjur:

Gert er ráð fyrir að árleg fjárhagsáhrif á ríkissjóð verði um 168 milljónir kr. auk þess sem gert er ráð fyrir 6 milljóna kr. einskiptiskostnaði við aðlögun tölvulausna hjá Vinnumálastofnun.

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Almannatryggingar  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Mennta- og menningarmál: Menntamál

Þingskjöl

Þingskjal 835 | 1.4.2022
Þingskjal 1204 | 11.6.2022
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 1309 | 15.6.2022
Þingskjal 1386 | 15.6.2022

Umsagnir

Velferðarnefnd | 18.5.2022
Barnaheill (umsögn)
Velferðarnefnd | 16.5.2022
BSRB (umsögn)
Velferðarnefnd | 17.5.2022