Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

591 | Greiðslur vegna umönnunar langveikra eða fatlaðra barna

152. þing | 1.4.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: VF | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (1.6.2022)

Samantekt

Markmið: Að tryggja þeim sem lögin taka til greiðslur vegna sérstakra umönnunarþarfa langveikra eða fatlaðra barna sem er umfram það sem eðlilegt getur talist miðað við heilbrigð börn á sama aldursskeiði eftir því sem nánar er kveðið á um í lögum þessum. Að koma til móts við þann kostnað sem stafar af fötlun eða veikindum barna og aðrir opinberir aðilar greiða ekki. Að stuðla að því að börnum skv. 1. mgr. laganna og umönnunaraðilum þeirra verði gert kleift að lifa eins eðlilegu lífi og mögulegt er.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að sett verði sérstök lög um greiðslur af hálfu ríkisins til umönnunaraðila langveikra eða fatlaðra barna í stað gildandi laga. Gert er ráð fyrir að umönnunargreiðslur og foreldragreiðslur í núgildandi kerfi verði sameinaðar og skiptist annars vegar í umönnunarstyrk og hins vegar í umönnunargreiðslur.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, nr. 22/2006. Við gildistöku laganna verða jafnframt breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 144/2020, lögum um húsnæðisbætur, nr. 75/2016, lögum um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, nr. 60/2012, lögum um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar, nr. 40/2009, lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991.

Kostnaður og tekjur:

Áætlað er að útgjaldaaukning ríkissjóðs geti numið 2,6-4,4 milljörðum kr. á ári en nettókostnaður yrði minni þar sem á móti kæmi tekjuskattur og útsvar.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Almannatryggingar  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins

Þingskjöl

Þingskjal 833 | 1.4.2022

Umsagnir

Velferðarnefnd | 3.6.2022
Barnaheill (umsögn)