Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
152. þing
| 1.4.2022
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Samþykkt
Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að gera umgjörðina um vinnutíma starfsmanna sem sinna notendastýrðri persónulegri aðstoð skýrari.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að í undantekningartilvikum verði heimilt með samningi milli þess sveitarfélags sem í hlut á og hlutaðeigandi umsýsluaðila að víkja frá almennum reglum laganna hvað varðar hvíldartíma og næturvinnutíma þeirra starfsmanna sem veita þjónustu á grundvelli 11. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, enda séu tiltekin skilyrði uppfyllt.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Samfélagsmál: Félagsmál