Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
152. þing
| 1.4.2022
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: VF | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (1.6.2022)
Markmið: Að tryggja að laun og önnur starfskjör launamanna á innlendum vinnumarkaði séu í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og kjarasamninga á vinnumarkaði hér á landi á hverjum tíma.
Helstu breytingar og nýjungar: Megintilgangur frumvarpsins er að koma til framkvæmda þeim aðgerðum stjórnvalda í tengslum við lífskjarasamninga á almennum vinnumarkaði vorið 2019 sem falla undir málefnasvið félags- og vinnumarkaðsráðherra og lúta að vinnumarkaði. Með frumvarpinu er jafnframt stefnt að því að skýra leikreglur á vinnumarkaði, m.a. í því skyni að sporna gegn félagslegum undirboðum og brotastarfsemi og er frumvarpinu þannig ætlað að bregðast við auknum vanda hvað það varðar á innlendum vinnumarkaði.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, nr. 55/1980. Við gildistöku laganna verða jafnframt breytingar á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, lögum um útsenda starfsmenn og skyldur erlendra þjónustuveitenda, nr. 45/2007, lögum um starfsmannaleigur, nr. 139/2005, og lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að árleg fjárhagsáhrif á ríkissjóð verði 175,7 milljónir kr. Þá er gert ráð fyrir 76 milljóna kr. einskiptiskostnaði vegna hugbúnaðargerðar hjá Vinnumálastofnun í tengslum við aukið eftirlit stofnunarinnar á vinnumarkaði.
Aðrar upplýsingar: Skýrsla samstarfshóps Félags- og barnamálaráðherra um félagsleg undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði. Félagsmálaráðuneytið, janúar 2019.
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins