Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
152. þing
| 1.4.2022
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Samþykkt
Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið
Markmið: Til að styðja við viðspyrnu ferðaþjónustunnar og stuðla að bættu rekstrarhæfi ferðaskrifstofa hér á landi.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að heimilt verði að lengja lánstíma lána sem Ferðaábyrgðasjóður hefur veitt til ferðaskrifstofa til að endurgreiða neytendum vegna pakkaferða sem var aflýst eða voru afbókaðar vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna sem sköpuðust í upphafi kórónuveirufaraldursins. Lánin voru veitt til allt að sex ára en lagt er til að heimilt verði að lengja lánstímann til allt að tíu ára.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, nr. 95/2018.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Atvinnuvegir: Viðskipti