Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
152. þing
| 1.4.2022
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Samþykkt
Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að auka hlutdeild orkusparandi tækjabúnaðar, sérstaklega varmadælna, við húshitun á rafhituðum svæðum með breytingum á styrkjakerfi til uppsetningar á slíkum búnaði.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til breytt fyrirkomulag á stuðningskerfi vegna umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun fyrir þá sem hita hús sín með raforku. Gert er ráð fyrir að veittir verði styrkir, að hámarki 1 milljón kr., til íbúðareigenda sem fjárfesta í og tengja tækjabúnað sem leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun og er þá sérstaklega horft til varmadælna.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar, nr. 78/2002.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Afgreiðsla: Samþykkt með þeim breytingum að hækka hámarksfjárhæð styrks til niðurgreiðslu styrkhæfs búnaðar í allt að 1,3 milljónir kr. án virðisaukaskatts. Jafnframt var samþykkt að undanskilja slíka styrki frá tekjuskatti. Þá var samþykkt að útvíkka endurgreiðsluheimild virðisaukaskatts til annars tækjabúnaðar en einungis varmadælna.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Umhverfismál: Orkumál og auðlindir