Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

581 | Samskiptaráðgjafar íþrótta- og æskulýðsstarfs (hlutverk og meðferð upplýsinga)

152. þing | 1.4.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AM | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (2.6.2022)

Samantekt

Markmið: Að viðhalda og efla starfsemi samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagðar eru til breytingar á lagalegu hlutverki samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála til samræmis við það hvernig starfið hefur þróast frá því að hann tók til starfa árið 2020. Þá er lagt til að kveðið verði á um heimild samskiptaráðgjafa til vinnslu persónuupplýsinga og heimild til að miðla upplýsingum til þriðja aðila og að þagnarskylda samskiptaráðgjafa gangi framar upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, nr. 45/2019.

Íþróttalög, nr. 64/1998.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Mennta- og menningarmál: Íþróttir og æskulýðsmál  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi

Þingskjöl

Þingskjal 822 | 1.4.2022
Flutningsmenn: Ásmundur Einar Daðason

Umsagnir