Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

574 | Vaktstöð siglinga (gjaldtaka o.fl.)

152. þing | 1.4.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: US | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (1.6.2022)

Samantekt

Markmið: Að stuðla að bættu regluverki um vaktstöð siglinga með því að einfalda stjórnsýslu og skýra ákvæði um gjaldtöku. 

Helstu breytingar og nýjungar: Lögð er til breyting á ákvæði um útvistun verkefna þannig að þau endurspegli núverandi framkvæmd við rekstur vaktstöðvar siglinga. Þá er lagt til að upphæð árgjalds, sem eigandi hvers skips skal greiða fyrir þjónustu í sjálfvirka tilkynningarkerfinu, verði tilgreind (14.000 kr.) og að gjaldið haldi í við verðlagsbreytingar.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um vaktstöð siglinga, nr. 41/2003.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að árgjald fyrir þjónustu í sjálfvirka tilkynningarkerfinu hækki um 3.500 kr. á ári, úr 10.500 kr. í 14.000 kr. og að það haldi síðan í við verðlagsbreytingar. Árgjald þetta rennur í ríkissjóð. Hækkunin nær til allra skipa sem notuð eru í atvinnuskyni eða 1.900–1.950 skipa miðað við skráð skip síðastliðin ár. 

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Samgöngumál: Fjarskipti og póstmál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Samgöngumál: Samgöngur  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál

Þingskjöl

Þingskjal 813 | 1.4.2022