Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

569 | Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki (framlenging bráðabirgðaákvæða)

152. þing | 1.4.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 16 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að stuðla að aukinni nýsköpun með jákvæðum áhrifum á almannahagsmuni, aukinni hagsæld og samkeppnishæfni til framtíðar.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að framlengja bráðabirgðaákvæði, sem höfðu áhrif á skattfrádrátt nýsköpunarfyrirtækja árin 2020 og 2021, svo þau hafi áhrif á starfsemi þeirra á árinu 2022. Jafnframt er lagt til að lækka bæði frádráttarhlutfall og hámark kostnaðar til útreiknings á frádrætti.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, nr. 152/2009.

Kostnaður og tekjur: Frumvarpið mun hafa neikvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs til skemmri tíma litið verði það óbreytt að lögum. Gert er ráð fyrir útgjaldaaukningu upp á 2,4 milljarða kr. árið 2023. Heildaráhrifin á fjármál ríkissjóðs ættu þó með tímanum að verða jákvæð.

Afgreiðsla: Samþykkt með þeirri breytingu að fallið var frá því að lækka frádráttarhlutfall skv. 1. gr.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Mennta- og menningarmál: Menntamál  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 808 | 1.4.2022
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1135 | 1.6.2022
Flutningsmenn: Gísli Rafn Ólafsson
Þingskjal 1240 | 13.6.2022
Þingskjal 1315 | 15.6.2022
Þingskjal 1392 | 15.6.2022

Umsagnir

Reon ehf. (umsögn)