Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

532 | Fjármálamarkaðir (innleiðing o.fl.)

152. þing | 30.3.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 1 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að innleiða sex Evrópugerðir sem varða viðskipti á fjármálamörkuðum auk þess að fella brott ákvæði í lögum um yfirtökur sem eiga ekki lengur við.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að ákvæði sex Evrópugerða á fjármálamarkaði verði teknar upp í íslenskan rétt. Um er að ræða þrjár gerðir Evrópuþingsins og ráðsins sem breyta svokölluðum móðurgerðum og þrjár framseldar reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB) sem breyta framseldri reglugerð Evrópusambandsins.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021.

Lög um aðgerðir gegn markaðssvikum, nr. 60/2021.
Lög um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði, nr. 14/2020.
Lög evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, nr. 24/2017.
Lög um lánshæfismatsfyrirtæki, nr. 50/2017.
Lög um yfirtökur, nr. 108/2007.
Lög um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
Lög um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98/1999.
Lög um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/338 frá 16. febrúar 2021 um breytingu á tilskipun 2014/65/ESB að því er varðar upplýsingakröfur, afurðastýringu og stöðuhámark og tilskipanir 2013/36/ESB og (ESB) 2019/878 að því er varðar beitingu þeirra á verðbréfafyrirtæki til að aðstoða við endurreisn í kjölfar COVID-19-hættuástandsins.


Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2115 frá 27. nóvember 2019 um breytingu á tilskipun 2014/65/ESB og reglugerðum (ESB) nr. 596/2014 og (ESB) 2017/1129 að því er varðar að stuðla að notkun vaxtarmarkaða lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/51/ESB frá 16. apríl 2014 um breytingu á tilskipunum 2003/71/EB og 2009/138/EB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009, (ESB) nr. 1094/2010 og (ESB) nr. 1095/2010 að því er varðar valdsvið Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin) og Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar (Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin) (Omnibus II-tilskipunin).

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2294 frá 28. ágúst 2017 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2017/565 að því er varðar nánari útlistun á skilgreiningunni á innmiðlurum með tilliti til tilskipunar 2014/65/ESB.

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1011 frá 13. desember 2018 um breytingu á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/565 að því er varðar tiltekin skráningarskilyrði til að stuðla að notkun vaxtarmarkaða lítilla og meðalstórra fyrirtækja með tilliti til tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB.

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/527 frá 15. desember 2020 um breytingu á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/565 að því er varðar viðmiðunarmörk fyrir vikulegar stöðutilkynningar.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 760 | 30.3.2022
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1231 | 13.6.2022
Þingskjal 1255 | 14.6.2022
Flutningsmenn: Guðrún Hafsteinsdóttir
Þingskjal 1306 | 15.6.2022

Umsagnir