Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
152. þing
| 29.3.2022
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Samþykkt
Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að bæta réttarstöðu brotaþola, fatlaðs fólk og aðstandenda látinna einstaklinga við meðferð sakamála hjá lögreglu og fyrir dómstólum.
Helstu breytingar og nýjungar: Meðal annars er lagt til að aðgangur réttargæslumanns að gögnum á rannsóknarstigi verði í grundvallaratriðum sá sami og aðgangur verjanda, að brotaþola verði heimilt að vera viðstaddur lokað þinghald eftir að hann hefur gefið skýrslu, að réttargæslumanni verði milliliðalaust heimilað að beina spurningum til skýrslugjafa fyrir dómi og að brotaþola verði í ríkara mæli skipaður réttargæslumaður við meðferð áfrýjaðra mála. Þá er lagt til að dómari geti ákveðið í vissum tilvikum að skýrsla af fötluðum brotaþola eða vitni verði tekin í sérútbúnu húsnæði sem og að dómari geti kvatt kunnáttumann sér til aðstoðar við skýrslutöku af fötluðu vitni. Enn fremur er lagt til að aðstandanda látins einstaklings, í þeim tilvikum þegar rannsókn lögreglu beinist að dánarorsök hans, verði heimilt að koma fram sem fyrirsvarsmaður hins látna undir rannsókn málsins hjá lögreglu og að í ákveðnum tilvikum verði unnt að tilnefna fyrirsvarsmanni réttargæslumann.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um meðferð sakamála, nr. 88/2008.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á ríkissjóð sem rúmist innan fyrirliggjandi útgjaldaramma viðkomandi málefnasviðs.
Aðrar upplýsingar: Réttlát málsmeðferð þolenda kynferðisbrota með tilliti til þolenda kynferðisbrota. Greinargerð um leiðir til að styrkja réttarstöðu brotaþola. Unnið af Hildi Fjólu Antonsdóttur fyrir stýrihóp forsætisráðherra um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferð islegt ofbeldi, maí 2019.
Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar lagatæknilegum breytingum.
Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar | Samfélagsmál: Félagsmál | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit