Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

517 | Frjáls atvinnu- og búseturéttur launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins (EURES-netið)

152. þing | 28.3.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að innleiða reglugerð (ESB) 2016/589 sem lýtur að EURES, vinnumiðlun á Evrópska efnahagssvæðinu, aðgangi launafólks að þjónustu vinnumiðlunarinnar vegna hreyfanleika og frekari samþættingu vinnumarkaða.

Helstu breytingar og nýjungar:

Ákvæði um EURES, vinnumiðlun á Evrópska efnahagssvæðinu, hafa fram til þessa verið í reglugerð (ESB) nr. 492/2011, sem innleidd var með lögum um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins, nr. 105/2014. Með 39. gr. reglugerðar (ESB) 2016/589 eru ákvæði 11.–20. gr. og 38. gr. reglugerðar (ESB) nr. 492/2011 um frjálsa för launafólks innan Sambandsins felld brott úr þeirri reglugerð og þess í stað tekin upp í reglugerð (ESB) 2016/589. Því er lagt til að í 1. gr. laganna verði kveðið á um að ákvæði reglugerðar (ESB) nr. 492/2011, með þeim breytingum sem leiðir af 39. gr. reglugerðar (ESB) 2016/589, skuli hafa lagagildi hér á landi.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins, nr. 105/2014.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/589 frá 13. apríl 2016 um vinnumiðlunarnet Evrópu (EURES-netið), aðgang launafólks að þjónustu vegna hreyfanleika og frekari samþættingu vinnumarkaða, og breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 492/2011 og (ESB) nr. 1296/2013.

EURES-vefgáttin.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Samfélagsmál: Atvinnumál

Þingskjöl

Þingskjal 740 | 28.3.2022
Þingskjal 1076 | 30.5.2022
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 1168 | 7.6.2022