Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
152. þing
| 24.3.2022
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: EV | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (31.5.2022)
Markmið: Að kveða á um skilyrði þess að heimilt sé að markaðssetja sérhæfða sjóði sem evrópska langtímafjárfestingarsjóði eða ELTIF.
Helstu breytingar og nýjungar: Frumvarpið felur í sér innleiðingu á reglugerð (ESB) 2015/760 um evrópska langtímafjárfestingarsjóði. Með gerðinni er settur rammi um notkun heitanna ELTIF og evrópskir langtímafjárfestingarsjóðir fyrir þá rekstraraðila sem kjósa að markaðssetja slíka sjóði. Í reglugerðinni er kveðið á um þau skilyrði sem uppfylla þarf til þess að unnt sé að markaðssetja sjóði sem þessa innan EES bæði til fagfjárfesta og einnig almennra fjárfesta. Þau skilyrði varða m.a. staðfestingu sjóðanna, samþykki yfirvalda á rekstraraðila ELTIF-sjóðs, fjárfestingarheimildir sjóðanna, gagnsæiskröfur og kröfur vegna markaðssetningar til almennra fjárfesta.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/760 frá 29. apríl 2015 um evrópska langtímafjárfestingarsjóði.
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Atvinnuvegir: Viðskipti