Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
152. þing
| 7.12.2021
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Samþykkt
Umsagnir: 1 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið:
Helstu breytingar og nýjungar: Lagðar eru til ýmsar lagabreytingar til þess að aflétta skyldu skoðunarstöðva til að kveða til lögreglu ef eigandi eða umráðamaður hefur látið hjá líða að greiða bifreiðagjald, vörugjald, kílómetragjald eða sérstakt kílómetragjald af bifreiðinni. Meðal annars er lagt til að í kjölfar eigendaskipta sjái ríkisskattstjóri um endurgreiðslu til seljanda og nýja álagningu bifreiðagjalda á kaupanda með eindaga 15 dögum síðar. Einnig er lagt til að aðkoma faggiltra skoðunarstöðva að álestri af kílómetramælum gjaldskyldra ökutækja minnki með því að ríkisskattstjóri geti ákveðið að heimilt verði að færa inn álestur rafrænt.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um bifreiðagjald, nr. 39/1988.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á afkomu ríkissjóðs.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Hagstjórn: Skattar og tollar | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál | Atvinnuvegir: Viðskipti