Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

498 | Sóttvarnalög

152. þing | 22.3.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 12 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: VF | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (1.6.2022)

Samantekt

Markmið: Að vernda almannaheill, þ.e. samfélagið og líf og heilsu einstaklinga, gegn smitsjúkdómum og annarri vá sem lögin taka til, með því meðal annars að fyrirbyggja, útrýma, bæla niður eða takmarka útbreiðslu innanlands eða að sjúkdómur berist til landsins eða frá landinu.

Helstu breytingar og nýjungar: Gerðar verða breytingar á lögunum í kjölfar heildarendurskoðunar sem ráðist var í með hliðsjón af fenginni reynslu eftir heimsfaraldur kórónuveiru. Einkum verða gerðar breytingar á þeim ákvæðum sem fjalla um stjórnsýslu sóttvarna og opinberar sóttvarnaráðstafanir.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi sóttvarnalög, nr. 19/1997, og lög um heimild handa ríkisstjórninni til að banna flutning til landsins á varningi, sem stjórnin telur stafa sýkingarhættu af, nr. 8/1920. Við gildistöku laganna verða jafnframt breytingar á lögum um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007, og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Löggjöf á Norðurlöndum


Danmörk
Lov om epidemier m.v. (epidemiloven) LOV nr 285 af 27/02/2021.

Finnland
Lag om smittsamma sjukdomar 21.12.2016/1227.

Noregur
Lov om vern mot smittsomme sykdommer (smittevernloven) LOV-1994-08-05-55.

Svíþjóð
Smittskyddslag (2004:168).

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi  |  Samgöngumál: Samgöngur  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál

Þingskjöl

Þingskjal 715 | 22.3.2022
Flutningsmenn: Willum Þór Þórsson

Umsagnir

Velferðarnefnd | 2.6.2022
Ferðamálastofa (umsögn)
Velferðarnefnd | 31.5.2022
Velferðarnefnd | 1.6.2022
Lyfjastofnun (umsögn)
Velferðarnefnd | 7.6.2022
Persónuvernd (umsögn)
Velferðarnefnd | 1.6.2022
Samgöngustofa (umsögn)
Velferðarnefnd | 24.5.2022
Sóttvarnalæknir (umsögn)
Velferðarnefnd | 1.6.2022
Velferðarnefnd | 31.5.2022
Umhverfisstofnun (umsögn)