Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

482 | Atvinnuréttindi útlendinga (einstaklingar sem flytjast til innan viðskiptafyrirtækis)

152. þing | 22.3.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að uppfylla skuldbindingar vegna fríverslunarsamnings milli Íslands, Noregs og Liechtenstein við Bretland.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagðar eru til þær breytingar á lögum um atvinnuréttindi útlendinga sem nauðsynlegar þykja vegna fríverslunarsamnings við Bretland. Heimilt verður að veita tímabundin atvinnuleyfi starfsmönnum með ótímabundna ráðningu sem stjórnendur eða sérfræðingar við starfstöð atvinnurekanda erlendis sem atvinnurekandi sendir tímabundið til starfa við starfsstöð sína á Íslandi. 

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Fríverslunarsamningur milli Íslands, Furstadæmisins Liechtensteins og konungsríkisins Noregs og Sameinaða konungsríkisins Stóra-Bretlands og Norður-Írlands.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit

Þingskjöl

Þingskjal 695 | 22.3.2022
Þingskjal 732 | 29.3.2022
Þingskjal 1319 | 15.6.2022
Þingskjal 1320 | 15.6.2022
Þingskjal 1369 | 16.6.2022

Umsagnir

Velferðarnefnd | 1.6.2022
Controlant hf. (umsögn)