Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

475 | Matvæli og eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru (lífræn framleiðsla)

152. þing | 21.3.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 1 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að innleiða Evrópureglugerð um lífræna framleiðslu og merkingu lífrænna vara.

Helstu breytingar og nýjungar: Gerðar verða nauðsynlegar breytingar á lögum um matvæli og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru til innleiðingar á nýrri löggjöf ESB um lífræna framleiðslu og merkingu lífrænna vara og að um leið verði lög um lífræna landbúnaðarframleiðslu felld úr gildi. Með innleiðingu er stefnt að því að einfalda regluverk sem gildir um lífræna framleiðslu, styrkja eftirlitskerfi með framleiðslunni, stuðla að ábyrgri notkun orku og náttúruauðlinda, aukinni dýravelferð og að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um matvæli, nr. 93/1995.

Lög um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994.

Við gildistöku laganna falla úr gildi lög um lífræna landbúnaðarframleiðslu, nr. 162/1994.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848 frá 30. maí 2018 um lífræna framleiðslu og merkingu lífrænna vara og um niðurfellingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 834/2007.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit  |  Atvinnuvegir: Landbúnaður  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 684 | 21.3.2022
Flutningsmenn: Svandís Svavarsdóttir
Þingskjal 1089 | 30.5.2022
Þingskjal 1192 | 9.6.2022

Umsagnir