Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
152. þing
| 21.3.2022
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Samþykkt
Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að lagfæra lagaákvæði, bæta við reglugerðarheimild og innleiða Evrópugerð.
Helstu breytingar og nýjungar: Orðaröðun í 1. mgr. 6. gr. b laganna verður lagfærð svo inntak ákvæðisins verði rétt. Bætt verður við heimild ráðherra til að setja reglugerð um jöfnunarskyldu flugrekenda samkvæmt kerfi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Innleidd verður ákvörðun Evrópusambandsins sem varðar breytingu á áður innleiddri gerð.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um loftslagsmál, nr. 70/2012.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Framseld ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1416 frá 17. júní 2021 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB að því er varðar að útiloka flug sem kemur frá Bretlandi frá viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir.
Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt nær óbreytt.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Atvinnuvegir: Landbúnaður | Umhverfismál: Mengun | Umhverfismál: Orkumál og auðlindir | Samgöngumál: Samgöngur | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd