Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
152. þing
| 12.3.2022
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Samþykkt
Umsagnir: 28 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið
Markmið:
Helstu breytingar og nýjungar: Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun gildandi regluverks á sviði fjarskipta með innleiðingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1972. Gildandi regluverk er að mörgu leyti úrelt vegna framfara í tækni og þjónustu og uppfærsla regluverksins til samræmis við meginland Evrópu á að stuðla að framförum, fjárfestingum, samkeppni, hagkvæmni, samnýtingu og neytendavernd.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um fjarskipti, nr. 81/2003. Við gildistöku laganna verða jafnframt breytingar á lögum um íslensk landshöfuðlén, nr. 54/2021.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að hrein útgjaldaaukning ríkissjóðs verði um 165 milljónir kr. á ári.
Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2018/1972/ESB frá 11. desember 2018 um setningu evrópskra reglna um rafræn fjarskipti („Fjarskiptatilskipunin“ eða „Kóðinn“).
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Samgöngumál: Fjarskipti og póstmál | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Lög og réttur: Persónuleg réttindi | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál | Atvinnuvegir: Viðskipti