Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

460 | Meðferð einkamála o.fl. (ýmsar breytingar)

152. þing | 12.3.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 1 | Staða: Bíður 1. umræðu

Samantekt

Markmið: Að gera málsmeðferðarreglur afdráttarlausari, skýrari og samræmdari.

Helstu breytingar og nýjungar: Hægt verður í auknum mæli að sækja um kæruleyfi til Hæstaréttar Íslands og skilyrði verða rýmkuð til að áfrýja héraðsdómi beint til Hæstaréttar. Gildandi lagaákvæði verða ýmist skýrð eða einfölduð eða færð til betri vegar í ljósi fenginnar reynslu.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um meðferð einkamála, nr. 91/1991.

Lög um meðferð sakamála, nr. 88/2008.
Lög um dómstóla, nr. 50/2016.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Ekki var mælt fyrir frumvarpinu.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál

Þingskjöl

Þingskjal 665 | 12.3.2022
Flutningsmenn: Jón Gunnarsson