Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
152. þing
| 12.3.2022
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Samþykkt
Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið
Markmið: Að stuðla að bættu regluverki um Slysavarnaskóla sjómanna í takt við þá þróun sem orðið hefur á starfsemi og rekstri skólans.
Helstu breytingar og nýjungar: Uppfæra á lögin þannig að þau endurspegli þróun á starfsemi og rekstri skólans frá gildistöku laga nr. 33/1991. Er þar helst átt við hlutverk skólanefndar og að um rekstur skólans sé nú ávallt gerður þjónustusamnngur milli aðila. Þá verður Slysavarnafélaginu Landsbjörg heimilað að reka Slysavarnaskóla sjómanna í sérstöku félagi sem er aðskilið frá öðrum rekstri félagsins.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um Slysavarnaskóla sjómanna, nr. 33/1991.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Mennta- og menningarmál: Menntamál