Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
152. þing
| 10.3.2022
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Samþykkt
Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að stuðla að því að íslenskir aðilar hefji á ný veiðar á bláuggatúnfiski.
Helstu breytingar og nýjungar: Íslenskum aðilum verður tímabundið heimilt að taka á leigu sérhæfð erlend skip til veiða á bláuggatúnfiski til að viðhalda veiðireynslu Íslands, kanna hagkvæmni veiðanna og byggja upp innlenda sérþekkingu á slíkum veiðum.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum hins opinbera. Ef verður af veiðum á bláuggatúnfiski gæti það skilað tekjum í ríkissjóð í formi skatta, og leyfis- og þjónustugjalda síðar.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Atvinnuvegir: Sjávarútvegur