Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

416 | Eignarráð og nýting fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.)

152. þing | 1.3.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 15 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að styrkja löggjöf og stjórnsýslu varðandi jarðir, land og aðrar fasteignir bæði að því er varðar hefðbundnar landnytjar og auðlindir sem tengjast eignarhaldi á landi.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að ríkissjóður hafi forkaupsrétt að landi þar sem friðlýstar menningarminjar er að finna. Sett verða ítarlegri ákvæði um sameign á landi sem fellur undir gildissvið jarðalaga. Kveðið verður heildstætt á um afmörkun fasteigna innan og utan þéttbýlis, þ.e. merki landsvæða og lóða af öllum stærðum og gerðum (landamerki), í lögum um skráningu og mat fasteigna. Slakað verður lítillega á skilyrðinu um að erlendir ríkisborgarar frá ríkjum utan EES sem vilja kaupa hér fasteign verði að hafa sterk tengsl við Ísland. Þá þurfa lögaðilar innan EES sem eru undir yfirráðum annarra en EES-aðila að óska eftir leyfi dómsmálaráðherra til að kaupa fasteign hér á landi.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Lög um menningarminjar, nr. 80/2012.
Jarðalög, nr. 81/2004.
Lög um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001.
Lög um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, nr. 19/1966.
Lög um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991.
Skipulagslög, nr. 123/2010.

Við gildistöku laganna falla úr gildi lög um mælingu og skrásetningu lóða og landa í lögsagnarumdæmi Akureyrar, nr. 16/1951, lög um landamerki o.fl., nr. 41/1919, lög um útmælingar lóða í kaupstöðum, löggiltum kauptúnum o.fl., nr. 75/1917, og lög um mælingu og skrásetningu lóða og landa í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, nr. 35/1914.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Skýrsla um heildstæða löggjöf og stjórnsýslu varðandi jarðir, land og aðrar fasteignir lögð fram. Forsætisráðuneytið, 28. maí 2021.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum. Meðal annars var fallið frá því að gera þá breytingu að lögaðilar innan EES sem eru undir yfirráðum annarra en EES-aðila þyrftu að óska eftir leyfi dómsmálaráðherra til að kaupa fasteign hér á landi.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Atvinnuvegir: Landbúnaður  |  Mennta- og menningarmál: Menningarmál  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 595 | 1.3.2022
Flutningsmenn: Katrín Jakobsdóttir
Þingskjal 1269 | 14.6.2022
Þingskjal 1270 | 14.6.2022
Þingskjal 1328 | 15.6.2022
Þingskjal 1337 | 15.6.2022
Þingskjal 1398 | 15.6.2022

Umsagnir