Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

414 | Landlæknir og lýðheilsa (skimunarskrá)

152. þing | 1.3.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að færa ábyrgð skimunarskrár frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til embættis landlæknis.

Helstu breytingar og nýjungar: Útfæra á ákvörðun heilbrigðisráðherra um að fela embætti landlæknis rekstur skimunarskrár en skimunarskráin er nú á ábyrgð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Skimunarskrá er gagnagrunnur og upplýsingakerfi sem inniheldur persónugreinanleg gögn um boð í krabbameinsskimun, mætingu og niðurstöður skimana allra sem komið hafa í skimanir frá því rafræn skrá var tekin í notkun haustið 2006.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál

Þingskjöl

Þingskjal 593 | 1.3.2022
Flutningsmenn: Willum Þór Þórsson
Þingskjal 853 | 6.4.2022
Þingskjal 1195 | 9.6.2022

Umsagnir

Velferðarnefnd | 30.3.2022
Velferðarnefnd | 6.4.2022
Persónuvernd (umsögn)