Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

4 | Skattar og gjöld (gjalddagar, refsinæmi o.fl.)

152. þing | 30.11.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að leggja til breytingar sem snúa m.a. að skerpingu á orðalagi, gjalddagaskiptingu þing- og sveitarsjóðsgjalda einstaklinga og útvarpsgjalds, refsinæmi vegna vanframtalinna fjármagnstekna hjóna, framlengingu á gildistíma úrræðis varðandi skattfrádrátt vegna hlutabréfakaupa o.fl.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lögð er til sú breyting vegna vanframtalinna fjármagnstekna hjóna að refsiákvæði laganna taki ekki einungis til þess maka sem hefur hærri hreinar tekjur heldur taki einnig til skatts af þeim tekjum sem tilheyra tekjulægri makanum. Hins vegar ber að telja fram hjá þeim maka sem hefur hærri tekjur. Gert er ráð fyrir að við framtalsskil geti framteljandi óskað eftir að greiða eftirstöðvar álagðra skatta og gjalda í einu lagi á fyrsta gjalddaga eftir álagningu en ella verði eftirstöðvunum skipt á hefðbundna gjalddaga samkvæmt gildandi lögum. Þá er lagt til að gildistími úrræðis varðandi skattfrádrátt vegna hlutabréfakaupa verði framlengdur um þrjú ár. Enn fremur er lagt til að fjárhæðarmörk skattskyldu þeirra sem selja raforku eða heitt vatn verði hækkuð úr 500 þúsund kr. í 2 milljónir kr.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003.

Lög um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013.
Lög um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2009.
Lög um virðisaukaskatt, nr. 50/1988.
Lög um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993.
Lög um bifreiðagjald, nr. 39/1988.
Lög um innheimtu opinberra skatta og gjalda, nr. 150/2019.
Lög um fjársýsluskatt, nr. 165/2011.
Lög um fyrirtækjaskrá, nr. 17/2003.
Lög um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á tekjur ríkissjóðs.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Hagstjórn: Skattar og tollar

Þingskjöl

Þingskjal 4 | 30.11.2021
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 226 | 21.12.2021
Þingskjal 227 | 21.12.2021
Þingskjal 271 | 28.12.2021
Flutningsmenn: Guðrún Hafsteinsdóttir
Þingskjal 279 | 29.12.2021
Þingskjal 288 | 28.12.2021

Umsagnir

Skatturinn (minnisblað)