Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

389 | Almenn hegningarlög (barnaníðsefni, hatursorðræða, mismunun o.fl.)

152. þing | 24.2.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að bregðast við breyttum samfélagslegum viðhorfum til þeirra brota og þeirrar háttsemi sem frumvarpið fjallar um, þ.á.m. varðandi barnaníð og hatursorðræðu.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagðar eru til breytingar á nokkrum ákvæðum almennra hegningarlaga er snerta barnaníð, mismunun og hatursorðræðu. Lagt er til að við ákvörðun hegningar beri að taka til greina hvort brot teljist vera hatursglæpur. Einnig er lagt til að rýmka hatursorðræðuákvæði 233. gr. a þannig að þjóðlegur uppruni falli ótvírætt þar undir sem og að ákvæðið veiti fólki með fötlun og fólki með ódæmigerð kyneinkenni refsivernd til samræmis við aðra hópa sem eru taldir þurfa á sérstakri vernd að halda. Að auki er lagt til að sömu hópum verði veitt vernd gegn mismunum við afhendingu á vöru eða þjónustu til jafns við aðra. Þá eru lagðar til breytingar á barnaníðsákvæði laganna, s.s. hækkun hámarksrefsingar.

Breytingar á lögum og tengd mál: Almenn hegningarlög, nr. 19/1940.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Skýrsla nefndar Sameinuðu þjóðanna um afnám kynþáttamisréttis. Lokaathugasemdir við sameinaðar 21.-23. reglulega skýrslu Íslands frá 18. september 2019.

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af straffeloven (straffeloven) LBK nr 1851 af 20/09/2021.
Sjá einkum 6. tölul. 81. gr., 235. gr. og 266. gr. b.

Finnland
Strafflag 19.12.1889/39.
Sjá einkum 4. tölul. 5. gr. 6. kafla, 10. gr. og 10. gr. a í 11. kafla og 18.-19. gr. 17. kafla.

Noregur
Lov om straff (straffeloven) LOV-2005-05-20-28.
Sjá einkum i-lið 77. gr., 185. gr. og 311. gr.

Svíþjóð
Brottsbalk (1962:700).
Sjá einkum 8. gr., 10. gr. a og 10. gr. b í 16. kafla og 7. tölul. 2. gr. 29. kafla.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi

Þingskjöl

Þingskjal 558 | 24.2.2022
Flutningsmenn: Jón Gunnarsson
Þingskjal 888 | 7.4.2022
Þingskjal 1136 | 1.6.2022

Umsagnir