Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
152. þing
| 22.2.2022
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Samþykkt
Umsagnir: 10 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að styrkja eftirlit Fiskistofu.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að Fiskistofu verði í ákveðnum tilvikum heimilt að leggja dagsektir á hvern þann sem vanrækir að veita stofnuninni þær upplýsingar sem viðkomandi ber að veita lögum samkvæmt sem og að innheimta uppsafnaðar dagsektir. Þá er lagt til að skýrt verði kveðið á um heimild Fiskistofu til að birta opinberlega ákvarðanir um sviptingu veiðileyfa og afturköllun vigtunarleyfa. Enn fremur eru lagðar til breytingar sem miða að því að styrkja heimildir Fiskistofu til rafræns eftirlits.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum, þ.á.m. á upphæðum dagsekta og forsendum við ákvörðun þeirra.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Lög og réttur: Persónuleg réttindi | Atvinnuvegir: Sjávarútvegur | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál