Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
152. þing
| 8.2.2022
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Samþykkt
Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að bregðast við tilmælum Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar um að efla getu íslenskra stjórnvalda til að koma upp um, rannsaka og saksækja erlend mútubrot.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagðar eru til breytingar á þeim ákvæðum almennra hegningarlaga sem taka til mútugreiðslna til erlendra opinberra starfsmanna. Helstu efnisatriði frumvarpsins lúta að breytingum á 264. gr. a laganna í því skyni að taka af allan vafa um að ákvæðið nái einnig til mútubrota er beinast að starfsmönnum erlendra fyrirtækja í opinberri eigu með sama hætti og 2. mgr. 109. gr. nær almennt til erlendra opinberra starfsmanna. Einnig er lagt til að refsihámark vegna brota gegn 109. og 264. gr. a verði sex ár. Þá er lagt til að fyrningarfrestur refsiábyrgðar lögaðila vegna brota gegn 109. gr. og 1. mgr. 264. gr. a verði hækkaður úr fimm árum í tíu.
Breytingar á lögum og tengd mál: Almenn hegningarlög, nr. 19/1940.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingu sem var tæknilegs eðlis.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Samfélagsmál: Atvinnumál | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Atvinnuvegir: Viðskipti