Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
152. þing
| 1.2.2022
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Samþykkt
Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að stuðla að því að rekstraraðilar sem hafa orðið fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og aðgerða stjórnvalda til að verjast útbreiðslu hennar geti viðhaldið nauðsynlegri lágmarksstarfsemi á meðan áhrifa faraldursins gætir, varðveitt viðskiptasambönd og tryggt viðbúnað þegar úr rætist.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að viðspyrnustyrkjaúrræðið sem lögfest var vegna kórónuveirufaraldursins verði framlengt um fjóra mánuði frá desember 2021 til og með mars 2022. Gert er ráð fyrir að hámarksfjárhæð lokunarstyrkja verði hækkuð úr 260 milljónum kr. í 330 milljónir kr.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um viðspyrnustyrki, nr. 160/2020.
Kostnaður og tekjur: Áætlað er að kostnaður vegna framlengingar viðspyrnustyrkja gæti numið allt að 2 milljörðum kr.
Afgreiðsla: Samþykkt með þeirri breytingu að umsóknarfrestur vegna ágúst 2021 til nóvember 2021 miðist við 30. júní 2022, til samræmis við umsóknarfrest vegna mánaðanna frá desember 2021 til mars 2022.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Hagstjórn: Efnahagsmál | Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál | Atvinnuvegir: Viðskipti