Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

253 | Fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru (framhald lokunarstyrkja)

152. þing | 25.1.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að viðhalda atvinnustigi og efnahagsumsvifum með því að styðja við minni rekstraraðila sem hafa orðið fyrir tímabundnu tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og aðgerða stjórnvalda til að verjast útbreiðslu hennar.

Helstu breytingar og nýjungar:

Umsóknarfrestur til að sækja um lokunarstyrki samkvæmt gildandi lögum rann út 30. september 2021. Með hliðsjón af því að gripið hefur verið til þess að nýju að skylda ákveðna rekstraraðila til að loka eða stöðva sína starfsemi vegna heimsfaraldurs kórónuveiru er lagt til að gildistími lokunarstyrkja verði framlengdur fram á sumar 2022. Þá er lagt til að hámarksfjárhæð lokunarstyrkja verði hækkuð úr 260 milljónum kr. í 330 milljónir kr.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, nr. 38/2020.

Kostnaður og tekjur: Ekki liggja fyrir upplýsingar um heildaráhrif þess á ríkissjóð að framlengja lokunarstyrki þar sem ekki er vitað hvort beita þurfi frekari lokunum á næstu mánuðum.

Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt nær óbreytt.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 357 | 25.1.2022
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 565 | 24.2.2022
Þingskjal 567 | 24.2.2022

Umsagnir