Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

244 | Evrópskir áhættufjármagnssjóðir og evrópskir félagslegir framtakssjóðir

152. þing | 20.1.2022 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að kveða á um skilyrði fyrir notkun á heitunum EuVECA við markaðssetningu á evrópskum áhættufjármagnssjóðum og EuSEF við markaðssetningu á evrópskum félagslegum framtakssjóðum.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að sett verði ný heildarlög um evrópska áhættufjármagnssjóði og evrópska félagslega framtakssjóði. Frumvarpið felur í sér innleiðingu EuVECA- og EuSEF-reglugerðanna og breytingareglugerðarinnar í íslenskan rétt. Með gerðunum er kveðið á um skilyrði sem rekstraraðilar þurfa að uppfylla vilji þeir við markaðssetningu sérhæfðra sjóða innan EES nota heitið EuVECA yfir viðurkennda áhættufjármagnssjóði og EuSEF yfir viðurkennda félagslega framtakssjóði. Þau skilyrði varða m.a. samsetningu eignasafns, þ.e. fjárfestingarheimildir sjóðanna, fjárfestingarmarkmið og flokka fjárfesta sem eru hæfir til að fjárfesta í þeim.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 345/2013 frá 17. apríl 2013 um evrópska áhættufjármagnssjóði.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 346/2013 frá 17. apríl 2013 um evrópska félagslega framtakssjóði.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1991 frá 25. október 2017 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 345/2013 um evrópska áhættufjármagnssjóði og reglugerð (ESB) nr. 346/2013 um evrópska félagslega framtakssjóði.

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 344 | 20.1.2022
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 657 | 12.3.2022
Þingskjal 1054 | 24.5.2022
Flutningsmenn: Guðrún Hafsteinsdóttir
Þingskjal 1100 | 30.5.2022
Þingskjal 1138 | 1.6.2022

Umsagnir